Af hverju Stoðmjólk?

Stoðmjólk jafnast ekki á við móðurmjólk, en er betri kostur en venjuleg kúamjólk þegar brjóstagjöf minnkar eða lýkur. Mikil neysla ungbarna af venjulegri kúamjólk getur leitt til járnskorts. Járnskortur ungbarna getur haft óafturkræf áhrif á þroska og tengist lélegri útkomu á þroskaprófum við skólabyrjun.

Hvers vegna er venjuleg kúamjólk ekki æskileg fyrir ungbörn?

  • Venjuleg kúamjólk inniheldur lítið magn af járni auk þess sem nýting þess úr kúamjólk er léleg.
  • Venjuleg kúamjólk inniheldur mikið af próteinum sem geta valdið smáblæðingum í meltingarvegi sé hún gefin ungbörnum með óþroskaðan meltingarveg (sem aftur ýtir undir hættu á járnskorti).
  • Mikil neysla próteina (sérstaklega dýrapróteina) meðal ungbarna hefur verið tengd við auknar líkur á ofþyngd síðar í barnæsku, bæði í íslenskum og erlendum rannsóknum.

Hæfilegt próteinmagn – hvernig geri ég?

  • Gefðu barninu móðurmjólk eins lengi og kostur er.
  • Bíddu með að gefa barninu venjulega drykkjarmjólk, súrmjólk og jógúrt, nema í litlum skömmtum, þar til það er eins árs.
  • Ekki gefa barninu skyr fyrr en það er orðið eins árs.
  • Gefðu barninu Stoðmjólk (allt að 500 ml á dag) til drykkjar síðari hluta fyrsta árs ef barnið er hætt á brjósti eða móðurmjólkin dugar ekki sem drykkur fyrir barnið.
  • Gefðu barninu fjölbreyttan hollan mat.

Heimildir

Escribano J, Luque V, Ferre N, Mendez-Riera G, Koletzko B, Grote V, Demmelmair H, Bluck L, Wright A, Closa-Monasterolo R; European Childhood Obesity Trial Study Group. Effect of protein intake and weight gain velocity on body fat mass at 6 months of age: the EU Childhood Obesity Programme. Int J Obes (Lond). 2012 Apr;36(4):548-53. doi: 10.1038/ijo.2011.276. Epub 2012 Feb 7.

Gunnarsdottir I, Thorsdottir I. Relationship between growth and feeding in infancy and body mass index at the age of 6 years. Int J Obes Relat Metab Disord. 2003 Dec;27(12):1523-7.

Hermoso M, Vucic V, Vollhardt C, Arsic A, Roman-Viñas B, Iglesia-Altaba I, Gurinovic M, Koletzko B. The effect of iron on cognitive development and function in infants, children and adolescents: a systematic review. Ann Nutr Metab. 2011;59(2-4):154-65. doi: 10.1159/000334490. Epub 2011 Dec 2.

Hörnell A, Lagström H, Lande B, Thorsdottir I. Protein intake from 0 to 18 years of age and its relation to health: a systematic literature review for the 5th Nordic Nutrition Recommendations. Food Nutr Res. 2013 May 23;57. doi: 10.3402/fnr.v57i0.21083. Print 2013.

Nordic Nutrition Recommendations 2012.Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014.http://www.norden.org/en/publications/publikationer/2014-002

Næring ungbarna. Manneldisráð og Miðstöð heilsuverndar barna 2009.

Taveras EM, Rifas-Shiman SL, Sherry B, Oken E, Haines J, Kleinman K, Rich-Edwards JW, Gillman MW. Crossing growth percentiles in infancy and risk of obesity in childhood. Arch Pediatr Adolesc Med. 2011 Nov;165(11):993-8. doi: 10.1001/archpediatrics.2011.167.

Thorisdottir AV, Thorsdottir I, Palsson GI. Nutrition and Iron Status of 1-Year Olds following a Revision in Infant Dietary Recommendations. Anemia. 2011;2011:986303. doi: 10.1155/2011/986303. Epub 2011 Jul 18.

Thorisdottir AV, Gunnarsdottir I, Palsson GI, Gretarsson SJ, Thorsdottir I. Iron status and developmental scores in 6-year-olds highlights ongoing need to tackle iron deficiency in infants. Acta Paediatr. 2013 Sep;102(9):914-9. doi: 10.1111/apa.12316. Epub 2013 Jul 16.

Thorisdottir AV, Ramel A, Palsson GI, Tomassson H, Thorsdottir I. Iron status of one-year-olds and association with breast milk, cow's milk or formula in late infancy. Eur J Nutr. 2013 Sep;52(6):1661-8. doi: 10.1007/s00394-012-0472-8. Epub 2012 Dec 2.

Thorisdottir B, Gunnarsdottir I, Palsson GI, Halldorsson TI, Thorsdottir I. Animal protein intake at 12 months is associated with growth factors at the age of six. Acta Paediatr. 2014 May;103(5):512-7. doi: 10.1111/apa.12576. Epub 2014 Feb 21.

Weber M, Grote V, Closa-Monasterolo R, Escribano J, Langhendries JP, Dain E, Giovannini M, Verduci E, Gruszfeld D, Socha P, Koletzko B; for The European Childhood Obesity Trial Study Group. Lower protein content in infant formula reduces BMI and obesity risk at school age: follow-up of a randomized trial. Am J Clin Nutr. 2014 Mar 19. [Epub ahead of print]